68% bandaríkjamanna eru með snjallsjónvarp eða snjalltæki tengt við sjónvarpið sitt til að ná efnisveitum á borð við Netflix. Snjalltæki eru að verða stöðugt fyrirferðameiri í hversdagslífi okkar. En nánast öll slík tækni safna fjölþættum upplýsingum um notendur. Við þetta bjóðum við ýmsum öryggishættum heim, en einnig kvikna siðferðilegar spurningar um hver á rétt á að safna og hagnast á upplifunum okkar. Við ræðum um snjallsjónvörp í þættinum í dag við Theodór Gíslason, hjá tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis.
Við köfum ofan í launhelgar og leynifélög með Mark Booth sem skrifaði vinsæla bók um efnið, The Secret history of the world - Hin leynlega saga heimsins. Þórður Ingi Jónsson ræðir við rithöfundinn.
Halldór Armand Ásgeirsson flytur pistil að venju í Lestinni á þriðjudegi og að þessu sinni er það Doritos, frelsið og Samherji sem honum er sértaklega hugleikið.