Ég efast um að nokkur bassaleikari hafi verið virkari undanfarinn áratug en Ingibjörg Elsa Turchi, hún hefur spilað með ótal hljómsveitum og tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum, frá tilraunadjassi til indípopps, frá Bubba Morthens og Stuðmönnum til Sinfóníuhljómsveitar Íslands. En hún hefur einnig vakið mikla athygli og hlotið fjölda verðlauna fyrir sólótónlist sína. Ingibjörg Elsa Turchi sést um borð í Lestina, spjallar um eftirmiðdagstónleika í Mengi og nýja plötu sem hún ætlar að taka upp um helgina.
Það er komið að uppáhaldsárstíma allra íslenskra frankófíla. Frönsk kvikmyndahátíð hefst um helgina í Bíó Paradís og Ása Baldursdóttir segir frá.
Gunnar Ragnarsson sendir okkur pistil og rýnir í kvikmynd sem honum tókst að sjá áður en hann endaði í einangrun. Þrátt fyrir smit finnur Gunnar lyktina af lakkríspítsu, en bíómyndin Licorice Pizza eftir Paul Thomas Anderson lyktar reyndar aðallega af gráum fiðringi.