Hjónavígslutilkynningar í blöðum og sambandandsskráningar á Facebook eru úr móð. Síðasta rúma árið hafa meðvituðustu Instagram notendurnir nýtt sér nýja, mun varfærnislegri aðferð til að ljóstra upp um nýjar ástir. Á ensku hefur verið gripið til markaðshugtaksins soft launch, hér í Lestinni kjósum við að kalla það: linkynningu.
Við fræðumst um það sem er að gerast í finnskri samtímamenningu.Erla Elíasdóttir Völudóttir, þýðandi, segir okkur meðal annars frá bókum, sjónvarpi, bíó og deilum í finnska rappheiminum.
Júlía Margrét Einarsdóttir, sjónvarpsgagnrýnandi Lestarinnar, hefur fylgst með raunveruleikaþáttunum Bachelor síðan þeir hófu göngu sína árið 2002. Styr hefur staðið um framleiðendur þáttanna eftir að stjórnandi þeirra varði rasíska fortíð eins keppanda og var rekinn í kjölfarið. Margir aðdáendur mótmæltu brottvísun hans, en þættirnir halda áfram og nú með tveimur kvenkyns þáttastjórnendum. Nýjasta þáttaröðin hefur göngu sína í haust og þá er það grunnskólakennarinn Michelle, sem er fjórða svarta manneskjan í aðalhlutverki þáttanna, sem velur úr hópi föngulegra vonbiðla.