Við heimsækjum listamanninn Egil Loga Jónasson í Gallerí Portfolio við Hverfisgötu. Sýningin hans 'Við erum vont fólk. Ég er vondur maður' opnaði í dag klukkan fimm. Egill, sem kemur reglulega fram sem hliðarsjálfið Drengurinn Fengurinn, er að þessu sinni ekki að flytja tónlist eða fremja gjörning, heldur sýnir hann einungis olíumálverk, sem mörg hver kallast á við lagatexta Drengsins.
Kolbeinn Rastrick segir frá þremur kvikmyndum sem hann sá á Stockfish-hátíðinni, Medusa Deluxe og Close sem báðar verða sýndar áfram í Bíó Paradís og myndina Will-O'-the-Wisp.
Það var sólríkur vordagur í dag, Kristján Guðjónsson nýtt tækifærið og gekk niður í Fossvogsdal og spurði vegfarendur, gangandi og hjólandi, hvernig vorverkin gengu og hvort þau væru nokkuð komin í vorskap.