Við heimsækjum HafnarHaus, nýtt skapandi rými í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Gestgjafinn Arnar Sigurðsson tekur á móti okkur og sýnir okkur þetta rými sem áður hýsti ráðuneyti en er nú undirlagt skrifstofum skapandi fólks.
Hvað gerist þegar óskað er eftir því að hlé verði gert á tækniþróun? Í síðustu viku sendu málsmetandi menn úr tæknigeiranum frá sér opið bréf þar sem þeir vöruðu við þeim hraða sem þróun gervigreindar er á. Er hægt að stöðva tækniþróun? Hefur það verið gert áður. Við ræðum við Stefán Pálsson, sagnfræðing.
Patrekur Björgvinsson er nýfluttur til Hollands. Hann upplifði visst menningarsjokk þegar hann kom að klósettsiðum þar í landi og rifjar við tilefnið upp orð slóvenska heimspekingsins, Slavoj Zizkek.