Bergmál nefnist ný kvikmynd Rúnars Rúnarssonar sem var frumsýnd í vikunni. Í gegnum fimmtíu og átta sjálfstæðar senur, dregur myndin fram húmor, sorg og fegurð í nútíma samfélagi í aðdraganda jóla. Marta Sigríður Pétursdóttir rýnir í Bergmál í Lestinni í dag.
Margir hafa beðið spenntir eftir nýjust breiðskífu tónlistarkonunnar FKA Twigs, plötu sem er nefnd eftir biblíupersónunni Maríu Magdalenu. Þessi breska tónlistarkona, dansari og fjöllistakona hefur á undanförnum árum sannað sig sem einn framsæknasti popptónlistarmann samtímans. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í plötuna Magdalene með FKA Twigs.
Laufey Haraldsdóttir, leikkona og uppistandari, heldur áfram að skoða menningarfyrirbærið meme í öðrum pistli af fjórum um grínmenningu internetsins.
Tilnefningar til Grammy verðlauna ársins voru kynntar í gær og þar fékk nýliðinn Lizzo átta - flestar allra. Velgengnin byggist þó ekki á nýju lagi, svona tæknilega séð, heldur öllu fremur nýju appi. Við kynnum okkur ferðalag Lizzo á toppinn.