Ragnar Bragason heimsækir Lestina og spjallar um sjónvarpsþættina Felix og Klara sem eru sýndir á RÚV um þessar mundir. Jón Gnarr og Edda Björgvinsdóttir leika eldri hjón sem flytja í þjónustuíbúð fyrir aldraða. Við ræðum um óþolandi aðalpersónur, transendentalíska kvikmyndagerð og besta öldrunargervi í sjónvarpssögunni.
Svo heyrum við um gjörninginn Viltu kvittun? þar sem skáldin Elín Edda og Guðrún Brjánsdóttir prenta ljóðabækur sínar, Gakk og Tími til neins, á pappírsrúllur sem eru yfirleitt notaðar fyrir kvittanir.