Mögulega þekktasti upptökustjóri allra tíma, Phil Spector, er látinn 81 árs að aldri. Hann er ekki mörgum harmdauði, var þekktur fyrir reiðistjórnun og andlegt ofbeldi, og lést I fangaklefa þar sem hann sat inni fyrir morð. En áhrif hans á tónlistarsöguna eru þó óumdeilanleg, hann var brjálaði vísindamaðurinn í hljóðverinu, frumkvöðull og áhrif hans lifa áram í hljóðveggnum í fjölbreyttri tónlist enn þann dag í dag. Við spjöllum við Curver Thoroddsen um Phil Spector.
Guðlaug Kristjánsdóttir flytur okkur sinn annan pistil í Lestinni á mánudegi. Að þessu sinni skoðar hún birtingarmyndir einhverfu í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, tekur meðal annars fyrir Netflix þáttaröðina Queen?s Gambit og kvikmyndina Music.
Og við veltum fyrir okkur orði sem árið 2013 var valið fallegasta orð íslenskrar tungu. Orðið er ljósmóðir og Páll Bjarnason íslenskufræðingur hefur grafið í sögu þessu.