Ljósmyndarinn Viðar Logi er búsettur í London um þessar mundir. Hann hefur vakið athygli fyrir listrænar og skemmtilegar myndir, sem hafa margar ratað á síður þekktra tískutímarita á borð við Vogue. Hann tók ljósmyndina sem prýðir plötuumslag nýjustu plötu Bjarkar, Fossora og leikstýrði tónlistarmyndbandi fyrir hana við lagið Atopos, af sömu plötu. Það er óhætt að segja að hann sé með tilkomumikla ferilskrá þrátt fyrir ungan aldur, við hringjum til London.
Viktoría Blöndal flytur sinn síðasta pistil um fótboltaást, og veltir því fyrir sér hver megi taka pláss í umræðum um fótbolta.
Við heyrum nýja tónlist með rapparanum breska Stormzy, sem sendi frá sér nýja plötu á dögunum, This is what I mean.