Myndlistarmaðurinn, tónlistarmaðurinn og arkitektúrunnandinn Loji Höskuldsson er fimmtudagsgestur Lestarinnar í dag. Loji hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir útsaumsverk sín sem sýna oftar en ekki íslensk borgarblóm, pottaplöntur og hluti úr íslenskum hversdagsleika. En hann er líka tónlistarmaður, hefur gert meðal annars garðinn frægan með rokksveitinni Sudden Weather Change og tökulagabandinu Björtum Sveiflum, og hann hefur haldið úti vinsælli Instagramsíðu þar sem hann ljósmyndar og skrifar texta um hús arkitektsins Sigvalda Thordarsonar - en á næstunni kemur út bók byggð á þessari áralöngu rannsóknarvinna.