Undanfarna tíu daga hafa fjölmiðlar verið mettaðir af umfjöllun um dauðsfall elísabetar bretlandsdrottningu, jarðaförina, Bresku konungsfjölskylduna, Karl, nýja konunginn. Fólkið sem fær vald sitt frá guði. Inn á milli er að finna fréttir sem varpa gagnrýnu ljósi á þetta allt saman, þessa stofnun, fjölskylduna, breska heimsveldið, illa fengnu demantana. Og svo framvegis. Í morgun fylgdist að því er virðist hálf jörðin með útförinni, frá Westminister Abbey, þar sem ungir kórdrengir sungu og fjölskylda og þjóðarleiðtogar syrgðu saman. Syrgðu konu, ömmu, tákmynd, mýþólógíu. Í athöfn sem er eins og vel æft leikrit. Vel æft, stíft, kalt en líka fallegt. Við hin fáum að vera með, í beinni útsendingu, fyllumst lotningu, syrgjum með, almúginn stendur fyrir utan. Lóa fór á fund Ragnheiðar Kristjánsdóttur, prófessors í sagnfræði við Háskóla Íslands - því að það er allt í einu eins og allir séu orðnir royalistar við fráfall þessarar krúttlegu gömlu konu.
Dórófónn er elektró-akústískt selló hannað af Halldóri Úlfarssyni, upphaflega sem hálfgerður leikmunur í myndlistarverki. En 15 árum síðar hefur hljóðfærið verið notað í óskarsverðlaunatónlist og verður nú sýnt í hinni fornfrægu hljóðfæraborg Cremona á Ítalíu. Við hringjum í Halldór til Aþenu og fræðumst það hvernig maður kemur nýju og óhefðbundnu hljóðfæri í notkun hjá tónlistarfólki.
Heiða Vigdís Sigfúsdóttir flytur sinn þriðja pistil í Lestinni um sögu og menningu Argentínu. Að þessu sinni beinir hún sjónum sínum að bókum, Jorge Luis Borges og fleiri hetja argentískrar bókmenntasögu.