Hvað er að looksmaxxa? Er dónalegt að mogga? Virkar að mewa? Hvað þýða þessi orð? Við fáum Reyni Ólafsson, 16 ára nema við Fjölbrautarskólann í Breiðholti til að hjálpa okkur að skilja ný hugtök sem hafa náð vinsældum á TikTok.
Katrín Helga Ólafsdóttir fjallar um tónlistarmanninn Goodiepal. Hann er ættaður frá Danmörku og Færeyjum og stofnaði nýverið hljóðfærabókasafn í Þórshöfn.
Við förum í heimsók til Unnar Andreu Einarsdóttur, listakonu, en hún gefur út tónlist undir nafninu Apex Anima. Hún sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu í nóvember á síðasta ári, Elf FO.