Lotukerfið er eins og landakort af alheiminum, þar er öllum frumefnum heimsins raðað upp eftir eiginleikum sínu. Kerfið var fundið upp af rússneska vísindamanninum Dimitri Mendeleev fyrir 150 árum og að því tilefni verður rætt við Ágúst Kvaran, prófessor í eðlisefnafræði við Háskóla Íslands.
Ástralski tónlistarmaðurinn Nick Cave heimsótti Ísland um síðustu helgi og hélt sérstaka samtalstónleika í Eldborgarsal Hörpu. Davíð Roach Gunnarsson fór á þessa sérstöku tónleika og segir frá upplifun sinni í Lest dagsins.
80 ár eru liðin frá því að jazz söngkonan óviðjafnanlega Billie Holiday steig inn í stúdíó með átta anna hljómsveit og tók upp sinn allra stærsta smell - lag um undarlega ávexti sem hanga á trjám með blóðugum laufum. Við rýnum í sögu "Strange Fruit".
Og bangsanöfn og frelsið eru umfjöllunarefni Halldórs Armands sem snýr nú aftur eftir sumarfrí