Það krefst skuldbindingar að fylgjast með Love Island, ástareyjunni, það kemur nýr klukkutímalangur þáttur á hverjum degi í þær 6 vikur sem þáttarröðinni er tekin upp. Um þessar mundir er 8 þáttaröð í sýningu. Hvað er það við 20 breta fasta saman í glæsivillu á Mallorca sem gerir þetta að jafn vinsælum þáttum og raun ber vitni?
Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur sinn annan pistil af þremur í Lestinni í sumar. Þó að við séum stödd á bjartasta tíma ársins er Halldór með hugan við nýlega könnun Gallup sem sýnir vaxandi óhamingju í heiminum. Já, það er víða pottur brotinn. MIsskipting, einmanaleiki og tíminn sem það tekur að laga innsláttarvillur.
Við ræðum um muninn á tónlist og hljóðefni við Sigurð Ásgeir Árnason framkvæmdastjóra nýsköpunarfyrirtækisins Overtune sem framleiðir samnefnt app sem gerir taktlausum jafnt sem lagvissum kleift að búa til hljóðefni fyrir myndbönd á samfélagsmiðlum á örfáum sekúndum.