Sigurhljómsveit Músíktilrauna í ár kemur frá Hornafirði og Selfossi. Hljómsveitin Fókus var stofnuð síðasta haust og er skipuð Hornfirðingunum Amylee Trindade, Alexöndru Hernandez, Önnu Láru Grétarsdóttur, Pia Wrede, skiptinema frá Þýskalandi og Selfyssingnum Arnbjörg Ýr Sigurðardóttir. Til að hljómsveitin geti æft þurfa þær iðulega að taka langar strætóferðir, 6-7 klukkustundalangar, til að komast á milli Selfoss og Hafnar.
Kvikmyndin Tár hefur vakið töluverða athygli, enda viðfangsefni myndarinnar mikið til umræðu í samfélaginu eftir vitundarvakninguna #MeToo. Hljómsveitarstjóri sinfóníuhljómsveitar, Lydia Tár, verður uppvís að kynferðisofbeldi, misnotar valdastöðu sína og brýtur á ungum og efnilegum tónlistarkonum. Höfundur og leikstjóri myndarinnar er Todd Field og aðalleikonan, Cate Blanchett, er sannfærandi Maestra. Við ræðum kvikmyndina og hliðstæður hennar í klassíska tónlistarheiminum við manneskjur sem þekkja til, tónlistarkonurnar Unu Sveinbjarnardóttur og Þórdísi Gerði Jónsdóttur.
Bandaríski dúettinn 100gecs hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir brjálæðislega blöndu sína af fjölmörgum ólíkum tónlistarstefnum í yfirgengilegan hyper-pop hrærigraut. Fyrsta platan þeirra hét 1000 gecs og nýja platan bætir við enn öðru núlli, tíu þúsund gecs. Davíð Roach segir frá tíu þúsund gecs.