Sjónvarpsgagnrýnandi Lestarinnar Júlía Margrét Einarsdóttir hefur setið yfir Netflix, í þetta sinn eru það þættirnir Maid sem eru á skjánum.
Við förum í okkar þriðju heimsókn á leikminjasafn íslands þar sem Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur við safnið, er enn í óða önn að fara í gegnum skjöl, upptökur og aðra muni úr fórum þjóðleikhússins. Í dag sýnir hún okkur forláta tösku úr fórum stórleikarans Róberts Arnfinnssonar.
Síðasta vika var stór fréttavika í íslenskum fjölmiðlum. Þrjú fréttamál, þrjú deilumál, klufu þjóðina eftir þremur gjörólíkum ásum. Það sem þessi þrjú ólíku mál eiga þó sameiginlegt er orðræðan, orðanotkunin, í öllum tilvikunum snúast málin (að minnsta kosti í huga þeirra sem um það deila) um ofbeldi. Við spjöllum um hugtakið ofbeldi við Jón Ingvar Kjaran prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands.