Dagur einhleypra var haldin hátíðlega í gær og það einna helst á vefverslunum. Dagurinn er talinn rekja uppruna sinn til háskóla í Nanjing þar sem hópur ungra karlmanna vildi fagna því að vera piparsveinar. Markaðsöflin gripu hugmyndina á lofti og á skömmum tíma er dagur einhleypra orðinn stærsti verslunardagur heims.
Í gegnum tíðina hafa konur verið fyrirferðarminni en karlar á tæknilegri sviðum tónlistarsköpunar - framleiðslu, taktsmíðum og raftónlist. Þessu vill Auður Viðarsdóttir, sem gefur út tónlist undir listamannsnafninu Rauður, breyta - hún hefur tekið þátt í skipulagninu Stelpur Rokka, Synth Babes og skrifað meistararitgerð um efnið. Nú á dögunum kom svo fyrsta sólóplata Rauðar út, Semilunar. Við ræðum við Auði um plötuna í þættinum .
Gunnar Theodór Eggertsson rýnir í heimildarmyndina Vasulka-áhrifin, mynd um ömmu og afa vídjólistarinnar, hina íslensku Steinu og eiginmann hennar Woody Vasulka.
Halldór Armand Ásgeirsson flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi. Að þessu sinni skoðar hann suður kóreisku kvikmyndina Parasite, gluggar í kafka og veltir fyrir sér eilífri synd öreigans á mannöld - sekt sem er hægt að reikna út á vefsíðunni Kolefnisreiknir.is