Íslenska kartaflan stendur á tímamótum. Hingað til hefur hún ekki ratað í verslanir, þyki hún ekki nógu löguleg í útliti. Henni hefur verið kastað til hliðar, sóað fyrir það eitt að vera ófríð, en ekki lengur. Lítið fyrirtæki í Mosfellsbæ hefur tekið að sér ljótu kartöflurnar og ætlar að gera þær að vinsælasta partýsnarli hins vestrænaheims - kartöfluflögum. Lestin lagði leið sína í Mosó og aftur í tímann, til að fræðast um framleiðslu og sögu kartöfluflaga.
Við fræðumst um hugtakið mannöld sem hefur orðið sífellt meira áberandi í fræðilegri orðræðu á síðustu tveimur áratugum. Mannöld er íslenskun á enska hugtakinu anthropocene sem á að tákna það jarðsögulega tímabil sem við lifum um þessar mundir. Samkvæmt þeim sem nota hugtakið hafa áhrif einnar dýrategundar, mannskepnunnar, orðið svo afgerandi á þessu tímabili að það réttlætir að kenna tímaskeiðið við hana. Við fræðumst um hugtakið mannöld hjá Gísla Pálssyni, prófessor í mannfræði.
Anna Gyða Sigurgíslasóttir heldur áfram að ræða við allra hana fólk um það sem fyllir það eldmóði þessa stundina. Í þætti dagsins ræðir hún við Jökul Sólberg Auðunsson, ráðgjafa hjá Parallel ráðgjöf.