Spurningin kann að virðast hversdagsleg en undirniðri er hún eitt af tækjunum sem Íslendingar nota til að kortleggja samfélagið, okkur sjálf og náungann. Við köfum ofan í þessa spurningu með mannfræðingnum Dr. Hallfríði Þórarinsdóttur.
Manneskjan er nafli alheimsins. Að minnsta kosti hefur slík mannmiðjukenning verið undirliggjandi forsenda í allri hugmyndasögu vesturlanda undanfarnar aldir. Í þriðja pistli sínum af fjórum um stöðu mannsins í heiminum veltir Karl Ólafur Hallbjörnsson, heimspekinemi við Háskólann í Warwick, fyrir sér einum helsta drifkrafti mannverunnar, ástinni.
Hönnunarmars fer fram á óvenjulegum tíma vegna heimsfaraldursins, hefst seinna í þessari viku. Hönnunarsamfélagið iðar því að lífi, undirbúningur í fullum gangi. Í Lestinni í dag tökum við púlsinn á hönnunarteyminu Are we studio? sem frumsýnir ný verk á hátíðinni, verk sem eru innblásin af mistökum.