Við kynnum okkur þýska kvikmyndaleikstjórann Margarethe von Trotta sem fékk á laugardag heiðursverðlaun evrópsku kvikmyndaakademíunnar á evrópsku kvikmyndahátíðinni sem haldin var í Hörpu. Von Trotta á langan og merkan feril í þýskri kvikmyndagerð og er þekkt fyrir femínískan undirtón í verkum sínum og fyrir að skapa sterkar kvenpersónur í þeim. Guðni Tómasson segir frá.
Gígja Jónsdóttir og Pétur Eggertsson skipa fiðluteknó-gjörninga tvíeykið Geigen. Geigen hefur verið starfandi síðan 2018 og staðið fyrir fjölda tónleika og sýninga, en það nýjasta er samstarfsverkefni með Íslenska dansflokknum. Í Borgarleikhúsinu má sjá Litla sviðið umbreytast í dansklúbb í þáttökuverkinu Geigengeist sem var sýnt í haust, og verður sýnt einu sinni enn í lok vikunnar. Við förum til fundar við þau Gígju og Pétur í vinnurými þeirra í Skeljanesi.
Ásdís Sól Ágústsdóttir setur Parsley, Sage, Rosemary and Thyme, með Simon & Garfunkel á fóninn og veltir fyrir sér jólalögum sem eru ekki jólalög.