Við kynnum til leiks nýja pistlaröð hér í Lestinni, Suðupottinn. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir heimsækir veitingastaði hér á landi sem sérhæfa sig í matarmenningu annara þjóða, ræðir við kokkana, heyrir sögu þeirra og smakkar matinn. Hún byrjar á Siglufirði, á Hótel Siglunesi, þar sem reiddur er fram marokkóskur matur.
Davíð Roach fjallar um nýja íslenska tónlist, nýjar plötur sveitanna Virgin Orchestra og Mukka.
Að lokum fáum við okkur kaffibolla með sagnfræðingnum Má Jónssyni og kynnum okkur sögu kaffidrykkju á Íslandi.