Það verður tónlistarfókus í Lestinni þennan miðvikudaginn.
Orðið Myasnoi þýðir kjöt á rússnesku. Þegar Yulia var 14 ára ákvað hún að þetta væri fullkomið hljómsveitarnafn. Seinna flutti hún til Íslands og byrjaði að gera tónlist með reykvísku listafólki. Nú er MC Myasnoi ein virkasta og hættulegasta sveitin í grasrótarsenunni. Sex af sjö meðlimum sveitarinnar koma í kaotískt viðtal.
Rakel Sigurðardóttir gaf nýlega út sína fyrstu plötu, A place to be - en staðurinn sem titillinn vísar í eru æskuslóðir hennar Stað í Hrútafirði. Lóa spjallar við tónlistarkonuna.
Og svo flytur Atli Bollason okkur annað innslag í pistlaröðinni Ekki slá í gegn.