Eftir að ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Megasi birtust í Stundinni undir lok síðasta árs hefur styr staðið um listamanninn. Rætt hefur um stöðu hans sem heiðurslaunahafa, einhverjir hafa hætt að hlusta á tónlist hans sér til ánægju, en aðrir hafa farið í það að endurlesa textana með nýjum gleraugum. Í Lestinni í dag verður rætt við Þorstein Vilhjálmsson, doktorsnema í sagnfræði, sem nú á fimmtudag flytur fyrirlestur þar sem hann mun rýna í texta á þremur plötum Megasar frá 1987 og 88 og skoða viðbrögðin við þeim hér á landi, texta sem eru innblásnir af ferðum hans til Tælands þar sem hann komst í kynni við kynlífstúrisma, meðal annars með ungum tælenskum drengjum.
Þórður Ingi Jónsson fjallar um dívuna og funk-drottningina Betty Davis sem lést í síðustu viku, 77 ára að aldri.
Og við pælum í reiði, í samtímanum, í stjórnmálum og menningu. Rósa María Hjörvar flytur okkur sinni fyrsta pistil af þremur um þessa kraftmiklu tillfnningu.