Efni Lestarinnar í dag: Ef ferilskrá er hnitmiðuð auglýsing og staðreynda-skáldskapur, hvað er þá kynningarbréfið sem gjarnan fylgir atvinnu-umsóknum? Er það sjálfspeglun, áhuga-manifestó eða bara enn ein brellan í umsóknarferlinu? Tómas Ævar Ólafsson kannar málið í Lestinni í dag. Velska tónlistarkonan Cate Le Bon gaf út sína fimmtu breiðskífu á föstudag, platan nefnist Reward og hefur hlotið góðar viðtökur. Sagt verður frá plötunni í þættinum í dag. Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur að venju pistil í Lestinni á þriðjudegi og flytur í dag varnarræðu fyrir melankólíuna. Og sagt verður frá yfirlitssýningu á verkum bandarísku listakonunnar Gretchen Bender sem nú stendur yfir í New York.