Lið Argentínu stóð uppi sem sigurvegarar eftir æsispennandi leik á móti Frökkum og í leiðinni var ferill argentínska fótboltamannsins, Lionel Messi fullkomnaður. Við ræðum Messi og svörtu skikkjuna sem hann var klæddur í er hann tók á móti bikarnum við Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði.
Assa Borg Þórðardóttir veltir því fyrir sér hvað það kosti að halda jól hátíðleg á Íslandi, nú þegar aðventudagatölum fer ört fjölgandi, 13 jólasveinar gefa í skóinn og glæný fígúra hefur bæst í hópinn, Elf on the shelf. Íslendingar hafa tekið upp bandarískan sið, þar sem lítill jólaálfur gerir prakkarastrik meðan börnin sofa. Og jólaundirbúningurinn verður fyrir vikið, flóknari fyrir foreldra.
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir flytur sinn þriðja pistil um fötlun og tækni. Að þessu sinni skoðar hún áhrif gagnabjögunar á mannréttindi.