389.þáttur. Mín skoðun. Heil og sæl og velkomin til leiks. Í dag er nóg um að vera. Þórhallur Dan er fyrsti viðmælandinn og við förum yfir PepsiMax deild karla, enska boltann, Meistaradeildina, Ronaldo og svo um viðtal Kastljóss við Guðna Bergsson í gær. Tippari vikunnar er Heimir Eyvindarson texta-og lagahöfundur, meðlimur í hljómsveitinni Á Móti Sól, Liverpool-aðdáandi með meiru. Hann er nýlentur í Liverpool-borg en hann ætlar að fara á leik Liverpool og Chelsea á morgun. Heimir tippar á 5 leiki á Lengjunni ásamt því að við spjöllum um daginn og veginn. Þá er Andri Steinn Birgisson sérfræðingur minn í Lengjudeildinni á línunni. Andri Steinn fer yfir leiki helgarinnar og eins og svo oft áður, þá er hann ótrúlega getspakur. Njótið helgarinnar.