Við sökkvum okkur ofan í sagnaheim bandarísku tónlistarkonunnar Lönu Del Rey en nú fyrir helgi kom út níunda breiðskífa hennar, sem ber hinn langa titil Did you know there is a tunnel under ocean blvd. Karítas Mörtu Bjarkadóttir forpantaði plötuna og hefur legið yfir þessari nýjustu plötu Lönu.
Kristlín Dís er á ferðalagi í Kenýa þessa dagana. Hún leit inn á barnaheimili í Nairobi og ræddi við forstöðukonuna, rúmlega þrítuga íslenska konu, Önnu Þóru Baldursdóttur.
Anna Marsibil Clausen fyrrum lestarstjóri hefur áður fjallað um svokallaða persónulega fjölmiðlun í hlaðvörpum hér í þættinum, til að mynda þegar Sölvi Tryggvason brást við ásökunum um ofbeldi með því að taka viðtal við sjálfan sig í hlaðvarpsþætti sínum. Anna Marsý flytur okkur pistil um nýjustu vendingar í máli Eddu Falak. Anna Marsý talar um hvernig hin persónulega fjölmiðlun Eddu - þar sem persóna hennar er vörumerkið - gerir óskaddaðan trúverðugleika hennar enn mikilvægari.