Tónlistarmaðurinn Lil Nas X gaf út sína fyrstu stúdíó plötu í september við mikinn fögnuð aðdáenda. Einn þeirra aðdáenda er plötusnúðurinn og myndlistakonan Sunna Ben sem hreinlega elskar plötuna, myndheiminn í kringum hana og nýjabrumið í hýryrðum rapparans. Hér í Lestinni, erum við svolítið skeptískari - svo við buðum Sunnu í heimsókn til að sannfæra okkur.
Steindór Grétar Jónsson fer með okkur á djöfullegar slóðir bandaríska trúfélagsins Musteris Satans í umfjöllun um heimildarmyndina Hail Satan?
Í gær lágu allir samfélagsmiðlar og þjónustur í eigu Facebook niðri í heila sex klukkutíma, ekki bara fésbókin heldur einnig Instagram og Whatsapp. Þetta var mesta truflun á starfsemi fyrirtækisins í 13 ár og vakti fólk um allan heim til meðvitundar um hversu mikilvægt fyrirtækið er orðið í margskonar samskiptum fólks í dag. Við flytjum sjö vangaveltur úr miðju feisbúkkhruninu.