Þóra Tómasdóttir segir frá þáttum sem eiga það allir sameiginlegt að fjalla um mormóna í Bandaríkjunum, Keep Sweet: Pray and Obey, Three Wives, One Husband og Under the Banner of Heaven.
Patrekur Björgvinsson hefur verið að pæla í listinni í nærumhverfi sínu, veggjakrotinu á Skipaskaga, sígildum skilaboðum á borð við "Look like Barbie, smoke like Marley".
Við ræðum óhefðbundna markaðsherferð rapparanna Drake og 21 savage fyrir plötuna Her Loss.
Og við kynnum okkur rómansk-ameríska kvikmyndahátíð í Bíó Paradís.