Einhverjir kunna að gantast með að H&M hafi opnað rétt svo í tæka tíð á Íslandi til að verja tískurisann hruni, því Íslendingar hafa ekki komist til útlanda að versla í háa herrans tíð. Það er þó kannski einmitt ein af fáum sannlega jákvæðu hliðum heimsfaraldursins því það er ekki bara skynditískan sem selst vel hér á landi: íslensk hönnun blómstrar sem aldrei fyrr, meðal annars í versluninni Kiosk niðri á Granda.
Bíóklassík dagsins er Mýrin sem var sýnd í sjónvarpinu í gærkvöldi á eftir heimildarþáttunum Ísland Bíóland. Mýrin er sakamálatryllir byggður á samnefndri bók Arnaldar Indriðasonar, og það er lopapeysklæddi sviðakjammaétandi lögreglumaðurinn Erlendur sem er í aðalhlutverki, einmitt í miðju góðæri þegar margir Íslendingar vildu gleyma fortíð þjóðarinnar.
Við heyrum fjórða og síðasta innslagið af blaðlauknum frá Jón Torfa Arasyni og Þórdísi Claessen. Í þessum innslögum sínum flysja þau lögin af ýmsum hversdagslegum fyrirbærum, sloppar, kaffi og húsfélög hafa meðal annars borið á góma. Og í dag er það hárskeri sem verða heimsóttur og spurður út í samband klippara og kúnna.
Og við kíkjum á nýtt myndband frá Billie Eilish.