Við fáum heimsókn frá Kristínu Leu Sigríðardóttur sem hefur gengið í ýmis störf innan kvikmyndageirans. Hún er leikkona og rekur fyrirtækið Doorway Casting með eiginmanni sínum en einnig hefur hún tekið að sér nándarþjálfun: þ.e. umsjón með kynlífssenum í kvikmyndum.
Davíð Roach Gunnarsson segir frá fyrstu plötu hljómsveitarinnar Inspector Spacetime sem kom út á dögunum.
Rætt verður við textíllistakonuna Ýr Jóhannsdóttir, sem er betur þekkt sem Ýrúrarí. Hún er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands fyrir verkefnið sitt Peysur með öllu þar sem hún lífgar upp á götóttar eða blettóttar notaðar peysur með sinni galgopalegu hönnun.