Þessa dagana stendur yfir sýning í Ásmundarsafni þar sem stefnt er saman verkum Ásmundar Sveinssonar, myndhöggvara, og kennara hans, Svíans Carls Milles. Það sem kemur ekki fram í sýningartextanum er að Milles þessi var aðdáandi Adolfs Hitlers. Við pælum í því hvernig við eigum að nálgast verk gamalla listamanna sem höfðu nasískar tilhneigingar, og pælum hvort Milles hafi miðlað viðhorfum sínum til nemans, Ásmundar Sveinssonar, en einmitt núna stendur yfir dómsmál sem tengist verki hans, Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku, en afsteypu verksins var stolið í fyrra og hún notuð í nýtt listaverk sem átti að draga fram innbyggða kynþáttahyggjuna í verkinu.
Kolbeinn Rastrick fór að sjá nýjustu mynd úr smiðju framleiðslufyrirtækisins A24, sprennumyndina Bodies Bodies Bodies, í leikstjórn Halina Reijn. Vinahópur ríkra ungmenna kemur sér fyrir í stórri, afskekktri glæsivillu, á meðan þau fara í partíleik gengur fellibylur yfir.
Og við pælum í áhrifum Beyonce tónleika á verðbólgutölur í Svíþjóð.