Eydís Evensen, píanóleikari og tónskáld, er upprennandi stjarna í heimi samtímaklassíkur. Bylur nefnist hennar fyrsta plata sem kemur út á næstunni. Við heimsækjum Eydísi í dag, spjöllum um nýju plötuna og heyrum hvernig það gerðist að hún landaði samning hjá útgáfurisanum Sony.
Nekt hefur verið vinsælt þema í listsköpun mannskepnunnar frá örófi alda. Stundum er hún blátt áfram, stundum er hún kynferðisleg, stundum er hún list. En hvenær er hún list? Við veltum fyrir okkur sköpum og listsköpun á nektarsjálfum samtímans.
Og við heimsækjum hljómsveitin Hvörf sem gerir tónlist innblásna af svokallaðri Library Music hljóðbankatónlist, sem var fjöldaframleidd fyrir bíómyndir, sjónvarpsþætti og auglýsingar á seinni hluta 20. aldar. Önnur platan frá Hvörf, Music Library 02 kemur út á fimmtudag.