Tæknin er að breyta raunveruleika okkar. Hin svokallaða AR-tækni, augmented reality eða breyttur veruleiki felst í því að færa stafrænar upplýsingar úr snjalltækjum og inn á sjónsvið okkar. Í gegnum snjallgleraugu og í náinni framtíð jafnvel í linsur. Við ræðum um viðbættan veruleika við Þorgeir F. Óðinsson, framkvæmdastjóra tölvuleikjafyrirtækisins Directive Games.
Í gær voru 40 ár síðan fimmta stúdíó plata jamaísku tónlistarkonunnar Grace Jones kom út. Sú heitir Nightclubbing og er í miklu uppáhaldi hjá tónlistargagnrýnanda Lestarinnar, Davíð Roach Gunnarssyni.
Lovísa Tómasdóttir ólst upp í næstu sveit við Árný Fjólu Ásmundsdóttur og núna er hún fatahönnuður Gagnamagnsins. Við hringjum til Rotterdam þar sem Lovísa lifir í draumi.
Í síðustu viku birtist umslag á skrifborði Nichole Leigh Mosty, forstöðumanns Fjölmenningarseturs á Ísafirði. Umslagið bar nafnið hennar ? skrifað vitlaust ? og innihélt geisladiska með námsefni í íslensku fyrir byrjendur. Jelena Ciric er hugsi yfir þessu atviki og tengir það við eigin upplifanir, þar sem áhyggjur af stöðu íslenskunnar voru nýttar sem yfirvarp fyrir fordóma.