Danmörk á við gengjavanda að stríða, á því er enginn vafi, en reynst hefur erfitt að ná til þessa hóps og rannsaka hann, af hverju velja ungir menn að lifa glæpalífi á götum Kaupmannahafnar? Félagsfræðingurinn Hakan Kalkan vildi vita svarið. Hann varði níu árum meðal götudrengja í Norrebro og nú hefur hann gefið út bók byggða á rannsóknum sínum.
Anna Gyða Sigurgísladóttir er með hugan við svefn þessa dagana. Nóvember er senn að klárast, dagarnir styttast. Sólin settist rétt um klukkan fjögur í dag. Já, skammdegið lætur meira á sér kræla . Anna Gyða spyr dómstól götunnar um svefn í skammdeginu.
Dexter Morgan er líklega ástsælasti raðmorðingi sjónvarpssögunnar. Sérfræðingur í blóðferlagreiningum hjá lögreglunni í Miami á daginn en miskunnarlaus morðingi á kvöldin. Þættirnir um Dexter nutu mikilla vinsælda á árunum 2006 til 13. Nú átta árum eftir að hafa lagt hnífinn á hilluna er hann snúinn aftur í níundu seríunni: Dexter: new blood. Júlía Margrét Einarsdóttir er byrjuð að horfa á þættina.
Og við pælum í tilnefningum til Grammy-verðlauna sem voru kunngjörðar í gær