Gunnar Ragnarsson kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar upplifði þörf á einhvers konar kvikmyndalegu munnskoli eftir að hafa horft á og lofað Top Gun Maverick. Hann fann það sem hann leitaði að á streymisveitunni Netflix, Indversku hasarmyndina RRR, sem hann segir vera einstaka blöndu af hasar, söngleik, drama og gleði. Þetta er síðasti pistill Gunnars í Lestinni í bili, og er honum þakkað fyrir vel unnin störf.
Ríkasta 1% Jarðarbúa flýja jörðina og nema land á plánetunni Hold eftir að hafa rústað fyrrum heimkynnum sínum. Þar búa saman vélmenni og menn. Söngleikurinn Hold fjallar um ást milli gervigreindar og manneskju og verður fluttur á sviðslistahátíðinni Reykjavík Fringe í Iðnó á föstudaginn næstkomandi. Kristín Mjöll segir frá.
Í dag 21. júní er lengsti dagur ársins 2022, sumarsólstöður, og að því tilefni veltum við fyrir okkur melankólíu og formgerð íslenska sumarsins.
Við heyrum um alþjóðlegu heimildamyndahátíðina IceDocs sem fer fram á Akranesi í vikunni. Ingibjörg Halldórsdóttir sest um borð í Lestina.
Og já, svo hlustum við á nýja Beyoncé lagið, næntís-innblásna dansslagarann Break my Soul.