The Northman nefnist nýjasta kvikmynd bandaríska leikstjórans Robert Eggers en hún gerist á tíma víkinganna á norðurhjara veraldar, Björk leikur norn og Sjón skrifar handritið. Við ræðum við Sjón um myndina. Um þessar mundir eru 30 ár frá því að ein stærsta rokkstjarna heims lést í bílslysi aðeins 28 ára gamall. Í þætti dagsins segjum við frá stærstu rokkstjörnunni sem þú hefur aldrei heyrt um. Hvenær er man of karlmannleg til að keppa við konur? Við skoðum mál frjálsíþróttakonunnar Caster Semeneya Við veltum því fyrir okkur hvort íslenskt leikhús sé allt of hvítt - eða eru leikaðir af blönduðum uppruna bara ekki nógu duglegir? Aldís Amah Hamilton kemur í heimsókn.