“Ég hélt að það væri hægt að læra að elska sjálfan sig en veit í dag að það er ekki hægt” segir Ólöf María sem hefur síðastliðin ár rannsakað hugtakið sjálfsást.
Ólöf María er gift fjögurra barna móðir og fyrrum bóndi sem fór í háskólanám eftir þrítugt. Hún er með B.A. í nútímafræði og rannsóknartengda meistaragráðu í félagsvísindum og starfar í ráðgjöf hjá VIRK ásamt því að kenna við Háskólann á Akureyri.
“Sjálfsást er vilji til vellíðunar og staðfesta á virði sjálfsins” segir Ólöf María. Sjálfsást er samtvinnuð því hvernig við sjáum okkur sjálf og hefur ekkert með eigingirni að gera. Það eru órjúfanleg tengsl milli þess hvernig við elskum okkur sjálf og hvernig við elskum aðra. Við viljum að þau sem við elskum líði vel og blómstri.
Ást er frumafl og töfrar og það er hluti af því að vera manneskja að elska sig. Við myndum raunverulega deyja ef við elskuðum okkur ekki sjálf.
Ekki missa af þessum einstaka þætti sem á eftir að koma þér skemmtilega á óvart.
Lín DESIGN - https://lindesign.is
Tertugallerí - https://www.tertugalleri.is
LINDEX - bókaðu tíma í fría stílistaráðgjöf á https://lindex.is/pages/personal-shopper
ICEWEAR MAGASÍN - https://www.icewear.is
Slippfélagið - https://slippfelagid.is
Visitor ferðaskrifstofu - https://visitor.is