Við heimsækjum sýningu myndlistarkonunnar Berglindar Ágústsdóttur, La Luna es mi Amiga - Tunglið er vinkona mín - sem hún vinnur út frá ævintýralegu ferðalagi um Perú í Suður Ameríka. Kaþólsk gleði, töfralyf og brosandi fjöll koma meðal annars við sögu
Halldór Armand Ásgeirsson flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi, og fjallar að þessu sinni um ókeypis drasl.
Miklar deilur hafa sprottið upp vegna beinskeyttrar ræðu danska rithöfundarins Jonas Eika þegar hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í síðustu viku. Þar gagnrýndi hann stefnu danmerkur og annarra norðurlanda í flóttamannamálum. Við kynnum okkur Eika og flóttamannamálin í Lestinni í dag