Við kynnum okkur 30 ára gamla rússneska sjónvarpsmynd byggða á Hringadróttinssögu, mynd sem hefur slegið í gegn á Youtube, þrátt fyrir - eða kannski einmitt vegna þess - hversu hrá og heimagerð hún er. Við hringjum á Blönduós og ræðum rússnesku hringadróttinssögu við Rúnar Þór Njálsson, einhvern mesta Lord of the rings aðdáanda landsins.
Þær tröllriðu tíunda áratugnum en hurfu svo nánast með öllu. Núna virðast þær hinsvegar loksins vera að sækja í sig veðrið að nýju. Við spyrjum okkur hvað olli andláti rómantísku gamanmyndanna og hvað það var sem vakti þær upp frá dauðum.
Og Una Björk Kjerúlf flytur okkur pistil um djók og ólíkan húmor kynslóðanna. Um þessar mundir fara átök um það hvað telst gott grín ekki síst fram á Twitter, þar sem hinir yngri grilla en talsmenn eldri kynslóðanna græða sár sín.