Dragdrottning alheimsins, Ru Paul, er ekki ein af þessum stjörnum sem liggur á skoðunum sínum. Hann er ötull talsmaður réttindabaráttu hinsegin fólks og innflytjenda og í hinum ýmsu útgáfum sjónvarpsþáttanna Ru Paul's Drag Race er forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, oftar en ekki skotspónn harðrar og niðrandi gagnrýni. En eins framsækin, frjálslynd og feminísk og Mama Ru virðist vera á yfirborðinu leynist stór svartur blettur undir niðri: Olíublettur.
Halldór Armand Ásgeirsson flytur að venju pistil í Lestinni á þriðjudegi. Að þessu sinni minnist hans tónlistarmann sem þú hefur örugglega aldrei heyrt nefndan, tónlistarmanns sem var alltaf bakgrunni en með puttana í mörgu. Manns sem var svo fær lagasmiður að hann gat samið ódauðlega poppslagara eftir pöntun.
Og við setjumst á bekk með tveimur meðlimum hljómsveitarinna Skoffín. Í lok vikunnar kemur út sjö laga plata með sveitinni: Skoffín hentar íslenskum aðstæðum. Ísland kaldastríðsins er gegnumgangandi þema plötunni: gjaldeyrishöft, mótmæli gegn varnarliðinu og alltumlykjandi óttinn við kjarnorkustyrjöld.