
Sign up to save your podcasts
Or


Nýlega birti dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fjöldan allan af skjölum tengdum viðurstyggðinni og viðrinu Jeffrey Epstein, vitorðsmönnum hans og viðbjóðnum sem þeir frömdu á eyju hans, í flugvél hans og víðar.
Fjöldi og umfang yfirstrikana í skjölunum hefur vakið undrun og ugg meðal margra og fólk veltir því fyrir sér hvað sé eiginlega verið að fela og hverja sé verið að vernda. Er einungis verið að verja fórnarlömb eða heldur einhverskonar verndarengill hlífiskildi yfir áhrifamiklum og valdamiklum einstaklingum?
Í þessum nýjasta þætti af Álhattinum, sem er sá fjórði sem fjallar um málefni Jeffrey Epstein, skoða þeir félagar Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór málið út frá hlið sem hefur lengi verið á sveimi en lítið verið tekin alvarlega í meginstraumsmiðlunum. Getur verið að Epstein sé enn á lífi?
Ef skjölin eru birt í nafni gagnsæis, af hverju eru þá heilu kaflarnir þaktir svörtu bleki?. Hvers vegna eru nöfn, tengingar og lykilatriði afmáð úr skjölunum? Hvað veldur því að almenningur fær einungis að sjá síður sem skilja eftir fleiri spurningar en svör? Og ef þetta er gert til að vernda saklaus fórnarlömb, hvers vegna virðist leyndin fyrst og g fremst henta þeim sem hafa mestu að tapa við birtingu skjalanna og þeim sem hafa hvað mest að fela?
Hver hefði mestan hag af dauða Epstein? Hverjir græða mest á eilífri þögn han og því að hann geti aldrei bent á aðra eða dregið viðbjóðinn fram í dagsljósið?. Svo erþað hin spurningin. Hver hefði hugsanlega hag af því að falsa dauða hans? Var Epstein of hættulegur til að lifa frjáls, en of verðmætur til að vera látinn deyja?
Getur verið að yfirvöld sjálf hefðu hagsmuni af því að láta hann hverfa af sjónarsviðinu. Ekki til að sleppa honum, heldur til að ná utan um málið, rannsaka það án sýnilegs þrýstings og fá hann til að tala á bak við luktar dyr? Til að byggja mál á þeim sem sátu ofar í keðjunni. En ef svo er, hvað er þá verið að undirbúa og hvers vegna er almenningur látinn horfa á yfirstrikaðar síður í stað yfirgripsmikillar afhjúunnar?
Þetta og svo margt margt fleira í þessum nýjasta þætti af Álhattinum, þar sem þeir félagar kafa ofan í nýju skjölin, yfirstrikanirnar, leyndina og þá skuggalegu spurningu hvort Jeffrey Epstein sé enn á lífi.
Support the show
UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.
Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.
By Álhatturinn4.5
22 ratings
Nýlega birti dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fjöldan allan af skjölum tengdum viðurstyggðinni og viðrinu Jeffrey Epstein, vitorðsmönnum hans og viðbjóðnum sem þeir frömdu á eyju hans, í flugvél hans og víðar.
Fjöldi og umfang yfirstrikana í skjölunum hefur vakið undrun og ugg meðal margra og fólk veltir því fyrir sér hvað sé eiginlega verið að fela og hverja sé verið að vernda. Er einungis verið að verja fórnarlömb eða heldur einhverskonar verndarengill hlífiskildi yfir áhrifamiklum og valdamiklum einstaklingum?
Í þessum nýjasta þætti af Álhattinum, sem er sá fjórði sem fjallar um málefni Jeffrey Epstein, skoða þeir félagar Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór málið út frá hlið sem hefur lengi verið á sveimi en lítið verið tekin alvarlega í meginstraumsmiðlunum. Getur verið að Epstein sé enn á lífi?
Ef skjölin eru birt í nafni gagnsæis, af hverju eru þá heilu kaflarnir þaktir svörtu bleki?. Hvers vegna eru nöfn, tengingar og lykilatriði afmáð úr skjölunum? Hvað veldur því að almenningur fær einungis að sjá síður sem skilja eftir fleiri spurningar en svör? Og ef þetta er gert til að vernda saklaus fórnarlömb, hvers vegna virðist leyndin fyrst og g fremst henta þeim sem hafa mestu að tapa við birtingu skjalanna og þeim sem hafa hvað mest að fela?
Hver hefði mestan hag af dauða Epstein? Hverjir græða mest á eilífri þögn han og því að hann geti aldrei bent á aðra eða dregið viðbjóðinn fram í dagsljósið?. Svo erþað hin spurningin. Hver hefði hugsanlega hag af því að falsa dauða hans? Var Epstein of hættulegur til að lifa frjáls, en of verðmætur til að vera látinn deyja?
Getur verið að yfirvöld sjálf hefðu hagsmuni af því að láta hann hverfa af sjónarsviðinu. Ekki til að sleppa honum, heldur til að ná utan um málið, rannsaka það án sýnilegs þrýstings og fá hann til að tala á bak við luktar dyr? Til að byggja mál á þeim sem sátu ofar í keðjunni. En ef svo er, hvað er þá verið að undirbúa og hvers vegna er almenningur látinn horfa á yfirstrikaðar síður í stað yfirgripsmikillar afhjúunnar?
Þetta og svo margt margt fleira í þessum nýjasta þætti af Álhattinum, þar sem þeir félagar kafa ofan í nýju skjölin, yfirstrikanirnar, leyndina og þá skuggalegu spurningu hvort Jeffrey Epstein sé enn á lífi.
Support the show
UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.
Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

473 Listeners

148 Listeners

131 Listeners

28 Listeners

12 Listeners

78 Listeners

76 Listeners

30 Listeners

35 Listeners

21 Listeners

38 Listeners

14 Listeners

16 Listeners

30 Listeners

9 Listeners