Við pælum í Pamela: A Love Story, heimildarmynd um Pamelu Anderson sem kom út á Netflix á dögunum sem nokkurs konar svar við þáttunum Pam & Tommy sem komu út í fyrra í óþökk Pamelu.
Fyrir nokkrum árum hófst doktorsrannsókn hér á landi þar sem markmiðið var að rannsaka málnotkun Íslendinga á samfélagsmiðlum. Í desember í fyrra fór fram doktorsvörn Vanessu Isenmann við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Doktorsritgerð hennar í íslenskri málfræði fjallar um notkun íslenskunnar í óformlegum samskiptum á Facebook.
Og Brynja Hjálmsdóttir flytur okkur pistil um einkennisbúninga og merkingu þeirra.