Á UAK deginum um helgina ræddi Hrefna Björg Gylfadóttir, loftslagsbaráttukona, um þá viðleitni sína að lifa án sóunar, án þess að skapa rusl. Fjölmargt baráttufólk hefur tileinkað sér slíkan lífstíl en í máli Hrefnu kom fram að þar væru konur í áberandi meirihluta. Hví skyldi það vera? Við ræðum við Hrefnu og skoðum sálfræðina á bakvið persónulegan aktívisma.
Gunnar Theodór Eggertsson kvikmyndagagnrýnandi segir frá tölvuteiknimyndinni Áfram sem er framleidd af Pixar og rýnir í nýja íslenska kvikmynd Síðasta veiðiferðin.
Íslensku tónlistarverðlaunin fara fram í kvöld. Meðal þeirra tónlistarmanna sem hlýtur flestar tilnefningar í ár er djasspíanóleikarinn Ingi Bjarni Skúlason, en hann er tilnefndur til fimm verðlauna fyrir sína þriðju plötu Tenging. Við setjumst niður með Inga Bjarna og ræðum djasstónlist og listina að skapa spunatónlist.