Sjónvarpsþættirnir Love Island eru einstaklega léttvægt sjónvarpsefni - raunveruleikasjónvarp af ódýrari gerðinni þar sem hópar karla og kvenna leysa þrautir og finna ástina. Dramatíkin er aldrei langt undan en afþreyingin er þægileg, fyndin - þess eðlis að hægt er að slökkva bara á heilanum og horfa. Nú, í kjölfar andláts þáttastjórnandans Caroline Flack, hefur umræða um þáttinn hinsvegar tekið á sig myrkari mynd - en kannski, var það einmitt myrka umræðan sem leiddi til andlátsins.
Sjónvarpsþættirnir Exit, eða Útrás, byggja á sönnum sögum úr norska fjármálaheiminum. Þættirnir hafa vakið mikið umtal í Noregi enda innihalda þeir góðan skammt af ofbeldi, firringu, siðblindu og standpínu. Katrín Guðmundsdóttir rýnir í þættina.
Tugir þúsund Íslendinga hafa tekið persónuleikapróf Íslenskrar Erfðagreiningar frá því á föstudag. Fjölmargir hafa svo deilt niðurstöðunum á samfélagsmiðlum, opinberað persónuleika sinn fyrir vinum og vandamönnum. Við ræðum við Daníel Þór Ólason, prófessor í sálfræði, um persónuleika, sjálfsþekkingu og persónuleikapróf.