Gunnar Theodór Eggertsson fjallar um tvær ólíkar streymisveitur, risann sjálfan Netflix og listrænu streymisveituna Mubi. Báðar geta nýst til að halda bíokvöld með vinum þar sem fjarfundarbúnaður og streymisveitur renna í eitt.
Þýski raftónlistarmaðurinn og súrkálsfrömuðurinn Hans-Joachim Roedelius var væntanlegur hingað til landsins á dögunum. Hann átti að spila á tónleikum á vegum Extreme Chill félagsskaparins í lok mars en Covid-19 faraldurinn setti strik í þann reikning eins og svo marga aðra. En það gefur okkur þó tilefni til að rifja upp frábærar plötur með Cluster og Harmoniu sem hann átti þátt í.
Áður en heimsfaraldurinn skall á var helsta áhyggjumál mannkyns loftslagsbreytingar. Umræður um loftslagsmál hafa fallið í skuggann af veirunni, og vikulegt loftslagsverkfall skólabarna hefur verið fært yfir í netheima á meðan stór hluti heimsbyggðarinnar býr við samkomu- eða útgöngubann. Við lítum til baka og rifjum upp loftslagsmótmælin sem fóru fram á hverjum föstudegi í vetur
Og við veltum fyrir okkur tíma fjarstæðunnar