Þegar myndir á öðrum tungumálum en ensku þykja vel heppnaðar er gjarnan farið í það að endurgera myndina á ensku í Hollywood. Ítalska kvikmyndin Perfetti sconosciuti sem kom út árið 2016 hefur hins vegar farið allt aðra leið, á aðeins sex árum hefur hún verið endurgerð á tugum tungumála og er nú orðin mest endurgerða mynd kvikmyndasögunnar. Eftir áramót verður frumsýnd íslensk endurgerð myndarinnar og nefnist hún Villibráð. Við endurflytjum viðtal við leikstjórann Elsu Maríu Jakobsdóttur og Tyrfing Tyrfingsson sem skrifa handritið.
Ásdís Sól Ágústsdóttir rýnir í texta á nýrri plötu tónlistarkonunnar Ethel Cain, Preachers daughter.
Salvör Gullbrá flytur hugleiðingu um mótmælaaðgerðir sem eru plat, í tengslum við HM í Katar og tómatsúpugjörning samtakanna Just Stop Oil.