Enginn af hinum rúmlega 700 dauðadæmdum föngum Kaliforníuríkis hefur verið tekinn af lífi frá árinu 2006 en þó hefur heilmikið grynnkað í hópnum. Áður fyrr var fentanyl ein helsta dánarorsökin en síðustu mánuði hefur ný vá tekið við. Eyþór Kamban Þrastarson og Þorkell Jóhann Steindal leiða hlustendur um Reykjavík með innslögum í hlaðvarpi Blindrafélagsins hljóðbrot. Með fulltingi svokallaðra binaural hljóðnema taka þeir upp umhverfishljóð og draga um leið upp mynd af því sem heilinn sér í gegnum eyrun. Júlía Margrét Einarsdótir rýnir í nýjan sænskan þátt á Netflix, sem nefnist Ást og anarkí. Og í tilefni þess að fimmta kynslóð PlayStation leikjatölva kom til landsins í vikunni - og 25 ár eru frá því að fyrstu playstation tölvurnar komu til landsins. Þá ætlum við að kynnast upprunasögu Playstation tölvunnar og fræðast um þátt Ólafs Jóhanns Ólafssonar í þessu merkilega ævintýri.