Nýjasti nóbelsverðlaunahafinn sem var kynntur í morgun, er hin 82 ára Annie Ernaux frá Frakklandi. Hún er höfundur sem talar skýrt inn Metoo-tímana sem við lifum, höfundur sem talar inn á alþjóðlegar deilur um þungunarrof og rétt kvenna yfir eigin líkama. Við ræðum feminisma, stéttavitund og sjálfsævisögulegar bækur Annie Ernaux við Arndísi Hrönn Egilsdóttur og Torfa Tuliníus.
Við ferðumst aftur í tímann með hjálp Gunnars Jónssonar, pistlahöfundar, sem er díónýsk losun hugleikin að þessu sinni. Hann rifjar upp viðburð sem átti sér stað í Laugardalshöllinni árið 2016, tónleika Die Antwoord.
Hvað gerist þegar heimurinn endar? Hvað ætlar þú að gera? Hvert ferðu? Fæstir hugsa mikið um heimsendi, hvað þá undirbúa sig. Það gera hins vegar margir af ríkustu mönnum heims, og jafnvel væri hægt að ganga svo langt að segja að þeir búist við honum. Við kynnum okkur heimsendaundirbúning hinna ofurríku í Lest dagsins.