Leikfélagið Pólis frumsýnir nýtt verk í Tjarnarbíóí byrjun febrúar - Co Za Poroniony Pomysl eða Úff, hvað þetta er slæm hugmynd! Tveir af leikurum verksins, Ólafur Ásgeirsson og Jakub Ziemann, setjast um borð í Lestina og ræða grín, tungumál og dualingo.
Í pistli sínum rifjar Halldór Armand Ásgeirsson upp dularfullt atvik frá unglingsárum sínum, atvik sem sannfærði hann um að glæpir borgi sig.
Og við veltum fyrir okkur ferðum suður á bóginn, förum norður og niður og gælum við þá hugmynd að mögulega fari munnmökum við píkur fjölgandi í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.